Tónleikar
Á döfinni
Flutt verða angurblíð öndvegisverk eftir tvö af höfuðtónskáldum rómantíska tímans: Frédéric Chopin and Johannes Brahms. Í verkunum hrærast djúpar tilfinningar þar sem þrá, endurminningar og eftirsjá mynda meginstraum tónaflæðis sem iðar á undiröldu hetjuskapar og reisnar. Þrjár sónötur í moll eftir Scarlatti eru einnig á efnisskránni, en hann var í hávegum hafður af bæði Chopin og Brahms. Að auki mun Andrew flytja eigið verk innblásið af hinni tregafullu skáldsögu Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro.
Flytjandi
Andrew Yang píanóleikari
Kaupa miða
Flytjendur
Cantores Islandiae
Ágúst Ingi Ágústsson stjórnandi
Flytjendur
Pamela De Sensi þverflautuleikari
Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari
Páll Szabo fagottleikari
Flytjendur
Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari
Þóra Kristín Gunnarsdóttir píanóleikari
Liðnir tónleikar
Frjáls framlög
og streymi
Völdum tónleikum er streymt hér á síðunni. Við bjóðum ykkur velkomin að njóta tónlistarinnar með góðfúslegu leyfi flytjenda. Þeir sem vilja styðja 15:15 tónleikasyrpuna geta greitt frjáls framlög á reikning 0123-26-033216, kt. 060366-3579.