15:15 tónleikasyrpan

 

15:15 tónleikasyrpan heldur utan um sjálfstætt tónleikahald tónlistarfólks á Reykjavíkursvæðinu. Hún veitir flytjendum tækifæri til að flytja þá tónlist sem þeim er hugleikin auk þess hefur fjöldi tónverka verið sérstaklega samin til flutnings í röðinni. Tónleikasyrpan hóf göngu sína í ferúar 2002 og hefur nú aðsetur sitt í í Breiðholtskirkju í Mjódd og Neskirkju við Hagatorg. 15:15 tónleikasyrpan hefur undanfarin ár verið ein stærsta kammertónlistarröðin á höfuðborgarsvæðinu.

 15:15 tónleikasyrpan
í Borgarleikhúsinu 2002–2006

Þann 20. Febrúar árið 2002 hóf göngu sína ný tónleikaröð undir heitinu 15:15 sem vísaði til þess tíma dags sem tónleikarnir eru haldnir. Caput hópurinn og Ferðalög; tónleikaröð undir forystu Sigurðar Halldórssonar og Daníels Þorsteinssonar í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur stóðu fyrir tónleikahaldinu á Nýja sviði Borgarleikhússins. Tónlistarvalið var frá upphafi mjög fjölbreytt, samsett af óskaverkefnum tónlistarfólksins og smám saman bættust fleiri tónlistarhópar í hópinn eftir því sem tónleikaröðin dafnaði. 15:15 tónleikasyrpan var tilnefnd til menningarverðlauna DV. 

 15:15 tónleikasyrpan
í Norræna húsinu 2006–2018

Haustið 2006 flutti 15:15 tónleikasyrpan í sal Norræna hússins í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Salurinn bauð upp á mikla nánd og kammerverk fyrir litla hópa hæfðu salnum mjög vel. Flytjendur höfðu áfram fullkomlega frjálsar hendur við efnisval og hefð skapast fyrir því að halda Portrett tónleika þar sem íslenskt tónskáld er í brennidepli sem velur gjarnan annað tónskáld með sér. 15:15 tónleikasyrpan hafði fest sig í sessi  í góðu samstarfi við Norræna húsið, vinsæl meðal flytjenda og áheyrenda og orðin ein stærsta kammertónlistarröðin á höfuðborgarsvæðinu.

 15:15 tónleikasyrpan
í Breiðholtskirkju 2018–

Vorið 2018 var kominn tími til að slá nýjan tón og Breiðholtskirkja bauð 15:15 tónleikaröðina velkomna. Kirkjan rúmar bæði stóran hóp flytjenda og áheyrenda og hljómburður er góður. Byggingin er sérstakt kennileiti miðsvæðis í borginni og standa vonir til þess til að stækka hóp áheyrenda og ná til breiðari hóps á Reykjavíkursvæðinu með fjölbreyttu tónleikahaldi. Menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg hafa frá upphafi stutt tónleikaröðina.

Listrænn stjórnandi

Hildigunnur.jpg

Hildigunnur Halldórsdóttir

 

Hildigunnur Halldórsdóttir lauk Einleikaraprófi á fiðlu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 1988 og stundaði framhaldsnám við Eastman School of Music í  Rochester New York þaðan sem hún lauk meistaraprófi árið 1992. Sama ár var hún ráðin aðstoðarleiðari annarar fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands og gegndi þeirri stöðu um árabil en tók síðar sæti í fyrstu fiðlu.  Hildigunnur leikur í Caput og Camerarctica tónlistarhópunum. Hún leikur einnig á barokkfiðlu lengst af með Bachsveitinni í Skálholti, en einnig með Reykjavík barokk og Symphonia angelica. Hildigunnur lauk lokaprófi í söng frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinnssonar vorið 2003, var lengi félagi í sönghópunum Hljómeyki en syngur nú í Kór Breiðholtskirkju. Hildigunnur hefur leikið og sungið á fjölda hljóðritana og komið fram á ýmsum hátíðum hér heima og erlendis. Þar má helst nefna Myrka músíkdaga, Sumartónleika í Skálholti og tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Reykjavík þar sem hún hefur ásamt félögum úr Camerarctica flutt m. a. alla strengjakvartetta Béla Bartóks og flesta strengjakvartetta Dímítrí Sjostakovítsj. 

 

Tónskáld og flytjendur

 

Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla

Andrew D´Angelo, klarínett

Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó

Anna Sigríður Helgadóttir, mezzósópran

Anna Hugadóttir, víóla

Anna Jónsdóttir, söngur

Anna Sigurbjörnsdóttir, horn

Arna Kristín Einarsdóttir, flauta, ljóð

Hrafn Marinó Thorarensen,fagott

Ari Hálfdán Aðalgeirsson, tónskáld

Atli Ingólfsson, tónskáld

Ágúst Arnórsson,tenór

Ágústa María Jónsdóttir, fiðla

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, alt

Ármann Helgason, klarinetta

Ásbjörg Jónsdóttir, tónskáld

Áshildur Haraldsdóttir, flauta

Áskell Másson, tónskáld

Ásta Sigríður Arnardóttir, sópran

Ásta Soffía Þorgeirsdóttir, harmóníka

Auður Gunnarsdóttir, sópran

Baldur Pálsson, bassi

Berglind Kristjánsdóttir, sópran

Berglind Stefánsdóttir, flauta

Berglind María Tómasdóttir, flauta

Bergþóra Linda Ægisdóttir, alt

Björk Níelsdóttir, sópran, tónskáld

Björn Davíð Kristjánsson, flauta

Bryndís Björgvinsdóttir, selló

Bryndís Pálsdóttir, fiðla

Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó

Clarissa Payne,flauta

Dagbjört Ingólfsdóttir, fagott

Dagný Marinósdóttir, flauta

Daníel Bjarnason, stjórnandi

Daníel Brandur Sigurgeirsson, bassi

Daníel Þorsteinsson, píanó

Diljá Sigursveinsdóttir, fiðla

Díana Rut Kristinsdóttir, dansari

Eggert Pálsson, slagverk, söngur

Einar Jóhannesson, söngur

Einar St. Jónsson, trompet

Eggert Pálsson, barítón

Eiríkur Hreinn Helgason, söngur

Eiríkur Örn Pálsson, trompet

Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld

Elísabet Waage, harpa

Emil Friðfinnsson, horn

Emilía Rán Benediktsdóttir, fagott

Emilía Rós Vigfúsdóttir, flauta

Erla Dóra Vogler, mezzó-sópran

Eydís Rós Vilmundardóttir, dansari

Eyjólfur Eyjólfsson, tenór

Eva María Cederborg, flauta

Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanó

Eydís Franzdóttir, óbó

Finnur Karlsson, tónskáld

Frank Arnink, slagverk

Frank Hammarin, horn

Frank Lebois, fagott

Fréderique Friess, sópran

Fædon Jóhannes Sinis, traversóflauta

Gerður Guðjónsdóttir, dansari

Greta Guðnadóttir, fiðla

Gréta Rún Snorradóttir, selló

Grímur Helgason, klarínetta

Guðlaugur Viktorsson, tenór

Guðmundur Steinn Gunnarsson, tónskáld

Guðmundur Kristmundsson, víóla

Guðmundur Andri Ólafsson, horn

Guðmundur Sigurjónsson, bassi

Guðni Franzson, klarinett, hljóðstjórn, stjórnandi

Guðný Einarsdóttir, semball

Guðrún Birgisdóttir, flauta

Guðrún Erlendsdóttir, fagott

Guðrún Óskarsdóttir, semball, orgel

Guðrún Þórarinsdóttir, víóla

Guido Baumer, saxófónn

Gunnar Haraldsson, tenór og tónskáld

Gunnar Kvaran, selló

Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir, selló

Hafdís Bjarnadóttir, gítar, tónskáld

Hafdís Vigfúsdóttir, flauta

Hafey Lilja Hreinsdóttir, fagott

Hafliði Hallgrímsson, tónskáld

Hafsteinn Þórólfsson, baritón

Halldór Bjarki Arnarson, semball, orgel, tónskáld

Hallfríður Ólafsdóttir, flauta

Hallvarður Ásgeirsson, tenór

Hallveig Rúnarsdóttir, sópran

Haukur Þór Harðarson, tónskáld

Haukur Tómasson, tónskáld

Haraldur V. Sveinbjörnsson, tónskáld

Hávarður Tryggvason, kontrabassi

Heiðrún Ólöf Jónsdóttir , sópran

Helga Björg Arnardóttir, klarinett

Helga Aðalheiður Jónsdóttir, blokkflautur

Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó

Helga Þórarinsdóttir, víóla

Herdís Mjöll Guðmundsdóttir, fiðla

Herdís Anna Jónsdóttir, víóla

Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðla, sópran

Hildur Þórðardóttir, flauta

Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, hönnun, uppsetning texta

Hilmar Jensson, gítar

Hilmar Þorsteinsson, tenór

Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðla

Hlín Erlendsdóttir, fiðla

Hrefna Eggertsdóttir, píanó

Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, bassi

Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, alt

Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó

Irene Kalisvaart, gítar, söngur

Jóhannes Andreasen, píanó

Jón G. Breiðfjörð Álfgeirsson, tenór

Jón Ásgeirsson, tónskáld

Jón Sigurðsson, píanó

Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmóníka

Jónína Auður Hilmarsdóttir, víóla

Júlía Traustadóttir, sópran

Kalle Ropponen, ljósastjórn

Kate Buckley, harpa

Katerina Anagnstidou, slagverk

Katia Catarci, harpa

Katrin Heyman, flauta

Karen Karólínudóttir, flauta

Kári Bæk, tónskáld

Kári Gíslason, lýsing

Kári Harðarson, bassi

Kolbeinn Bjarnason, flauta, tónskáld

Kristinn Örn Kristinsson, píanó, semball

Kristín Björk Kristjánsdóttir

Kristín Björg Ragnarsdóttir, fiðla

Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagott

Kristjana Helgadóttir, flauta

Kristrún Helga Björnsdóttir, flauta

Landslag, landslagsarkitektar

Laufey Sigurðardóttir, fiðla

Lea Sobbe, blokkflautur

Lena Rademan, fiðla

Liam Kaplan, píanó

Lilja Dögg Gunnarsdóttir, alt

Liwen Huang, píanó

Lovísa Ósk Gunnarsdóttur , dans

Margrét Hjaltested, víóla

Margrét Stefánsdóttir, flauta

María Weiss, fiðla

Martin Frewer, fiðla

Martin Janzen, gömbur

Magnea Árnadóttir, traversóflauta

Magnea Tómasdóttir, sópran

Magnús Gíslason, tenór

María Gunnarsdóttir, alt

María Oddný Jónsdóttir, sópran

Marta Guðrún Halldórsdóttir, sópran

Marta Hrafnsdóttir, alt

Martial Nardeau, flauta

Matthías Stefánsson, gítar, mandólín

Mina Tomic, dansari

Nina Basdras, sópran

Natalia Duarte, víóla

Oliver Kentish, tónskáld

Orri Jónsson

Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón

Ólöf Arnalds, fiðla, söngur

Ólöf Ingólfsdóttir, danshöfundur

Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, selló

Ólöf Sigursveinsdóttir, selló

óskar Magnússon, gítar

Pamela De Sensi, flauta

Páll Hannesson, kontrabassi

Páll Ragnar Pálsson, tónskáld

Peter Sheppard Skærved, fiðla

Peter Tompkins, óbó, saxófónn

Peter Máté, píanó

Petrea Óskarsdóttir, flauta

Pétur Húni Björnsson, söngur

Pétur Grétarsson, slagverk

Pétur Jónasson, gítar

Pétur L. Jónsson, bassi

Ragnar Emilsson, gítar

Rannveig Jóna Hallsdóttir, alt

Ríkharður Friðriksson, tónskáld, rafgítar, hljóðstjórn

Rut Ingólfsdóttir, fiðla

Rúnar Óskarsson, klarinett, tenór

Rúnar Vilbergsson, fagott

Saga Sigurðardóttir, danshöfundur

Sergio Coto, teorba

Sif Tulinius, fiðla

Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir, fiðla

Sigríður Hjördís Indriðadóttir, flauta

Sigrún K. Jónsdóttir, fiðla

Sigurður Bjarki Gunnarsson, selló

Sigurður Flosason, saxófónn

Sigurður Halldórsson, selló, kontratenór, barítón, listrænn stjórnandi

Sigurður Þorbergsson, básúna

Sigurgeir Agnarsson, selló

Sigurjón Geirsson, tenór

Sigursveinn Magnússon, tenór

Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla

Sigþrúður Erla Arnardóttir, alt

Silja Björk Baldursdóttir, sópran

Símon Karl Sigurðarson, klarínetta

Snorri Sigfús Birgisson, píanó, tónskáld, stjórnandi

Snorri Haraldsson, tenór

Snorri Heimisson, fagott

Sophia Kistenmacher, sópran

Stijn Brinkman, fiðla

Stefanía Adolfsdóttir, búningar

Steingrímur Þórhallsson, tónskáld

Sóley Þrastardóttir

Steef van Oosterhout, slagverk

Stefán Ólafsson, tenór

Stefanía Arnardóttir, sópran

Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla

Steinunn Ketilsdóttir, danshöfundur

Steinunn Vala Pálsdóttir, flauta

Sunna Friðjónsdóttir, flauta

Sveinbjörg Þórhallsdóttir, danshöfundur

Sveinn Lúðvík Björnsson, tónskáld

Svanur Vilbergsson, gítar, banjó

Svava Bernharðsdóttir, víóla

Sverrir Guðjónsson, söngur

Sölvi Kolbeinsson, saxófónn

Tatu Kantoma, harmonikka

Tinna Árnadóttir, sópran

Tinna Þorsteinsdóttir, píanó

Tobias Helmer, hljóðgervill, píanó, tónskáld

Una Björg Bjarnadóttir, dansari

Una Sveinbjarnardóttir, fiðla

Valgerður Rúnarsdóttir, danshöfundur

Valgerður Andrésdóttir, píanó

Victoria Traverskaia, selló

Vigdís Klara Aradóttir, saxófónn

Vigdís Másdóttir, víóla

Zbigniew Dubik, fiðla

Þór Heiðar Ásgeirsson, bassi

Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóla

Þórdís Stross, fiðla

Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir, sópran

Þórir Jóhannsson, kontrabassi

Þórir Már Jónsson, bassi

Þórunn Björnsdóttir, blokkflautur

Þórunn Guðmundsdóttir, sópran, tónskáld

Þórunn Harðardóttir, víóla

Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla

Þuríður Jónsdóttir, tónskáld

Þuríður Skarphéðinsdóttir, sópran

Örn Magnússon, píanó, orgel, stjórnandi

Össur Ingi Jónsson, óbó og tenór