Back to All Events

Hollensk nýrómantík, íslensk ungtónskáld og Bach

Kammertónleikar í Neskirkju þar sem samspil söngradda, flautu, óbós og píanós leiða áhorfendur um ólíka og heillandi hljóðheima: Glóandi skýjamyndir nýrómantískra hollenskra tónskálda, meistaralegar barokkhallir J. S. Bachs og nýsprottnar og íhugular tónsmíðar ungtónskáldanna Arnaldar Inga og Ingibjargar Ýrar.

Flytjendur:

Ásta Sigríður Arnardóttir sópran

Bergþóra Linda Ægisdóttir mezzósópran

Jón Sigurðsson píanóleikari

Katrin Heyman flautuleikari

Össur Ingi Jónsson óbóleikari

Efnisskrá:

Arnaldur Ingi Jónsson

Eftirmálar Miklahvells - frumflutningur

fyrir mezzosópran, altþverflautu og píanó

Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir

Hægt - frumflutningur

fyrir englahorn og altþverflautu

Hendrik Andriessen

Drie romantische liederen

fyrir mezzósópran, þverflautu, óbó og píanó

Jaap Geraedts

Sonatína

fyrir þverflautu og píanó

Johann Sebastian Bach

Sónata í g-moll

fyrir gömbu og sembal, hér útsett fyrir óbó og píanó

Johann Sebastian Bach

“Ei! Wie schmeckt der Coffee süsse”

aría úr kaffikantötunni

fyrir sópran, þverflautu og píanó

Johann Sebastian Bach

“Gedenk an Jesu bittern Tod”

aría úr kantötu nr. 101

fyrir sópran, alt, þverflautu, englahorn og píanó

Previous
Previous
November 23

Tónlist fyrir okkar eirðarlausu tíma

Next
Next
March 15

Franskir kastalar og síðrómantík