Back to All Events

Eyrnakonfekt

Eyrnakonfekt er samstarfsverkefni fjögurra söngvara og píanista um frumflutning á söngverkum eftir Þórunni Guðmundsdóttur en hún hefur getið sér gott orð fyrir leikrita- og óperuskrif á undanförnum árum. Lögin eru fyrir 1-4 söngvara og píanó og eru flokkuð eftir umfjöllunarefni, en á þessum tónleikum er áhersla á matarlög og sumarlög. Þórunn semur alla tónlistina og megnið af ljóðunum, en Hannes Hafstein og Sævar Sigurgeirsson sjá um ljóðin í þremur lögum. Flest verkin eru á léttum nótum, en innan um eru verk þar sem fjallað er um dekkri hliðar tilverunnar.

Flytjendur eru: Björk Níelsdóttir, sópran; Erla Dóra Vogler, mezzó-sópran; Eyjólfur Eyjólfsson, tenór; Hafsteinn Þórólfsson, baritón og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari.

Next
Next
March 20

Ilmur af rósum við lækjarnið