Back to All Events

Amasque - Amaconsort

Amasque


Amaconsort


Efnisskrá:

« Amasque » Wise Nature

William Lawes (1602 - 1645)

Essex Antic Masque

Ca Me, Ca Thee


Henry Purcell (1659 - 1695) Sónata í c-Moll Z. 798

Twelve Sonatas of Three Parts 1683



Halldór Bjarki Arnarson (*1992) Commedia (2021)



Henry Purcell (1659 - 1695) Sónata í g-Moll Z. 807

Ten Sonatas In Four Parts 1697

« Miðsumarnótt » 

   ensk masque-svíta

The Maypole

Maypole Dance at Gray‘s Inn

Come, noble nymphs

The fairest nymphs

Ballette Gravesand

Jacob van Eyck (1590 - 1657)


The angry steed

William Lawes (1602 - 1645)


The Tempest

The Silver Swan

Orlando Gibbons (1583 - 1625)


Mascarada

Fancy

Simon Ives (1600 - 1662)



Henry Purcell (1659 - 1695) Three Parts upon a Ground, Z. 731



Amaconsort

Lea Sobbe - blokkflautur

Lena Rademann - fiðla

Martin Jantzen - gömbur

Halldór Bjarki Arnarson - semball



Fjórir ungir tónlistarmenn sameinast í Amaconsort, innblásnir af hinni aldagömlu hefð að músísera góða tónlist í notalegu stofuumhverfi. Liðsmenn Amaconsorts leitast við að skapa fjölbreytilegan hljóðheim með því að skipta ávallt um hljóðfæri og hlutverk, setja ferskan svip á þekkt verk en einnig að kynna til sögunnar óþekkta tónlist fyrri alda. Frelsi og sköpunargleði einkenna líflegan flutning hljómsveitarinnar.


Amaconsort hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegu Van Wassenaer keppninni 2021. Þar að auki hreppti hópurinn sérstök verðlaun Bæverska Útvarpsins í Deutscher Musikwettbewerb 2019, og var sama ár prýddur titlinum „Hirðhljómsveitin í Rheinsberg“ sem gerði þeim kleift að halda reglulega tónleika árið um kring í norðurþýsku höllinni Schloss Rheinsberg.


Lea Sobbe (blokkflautur), Lena Rademann (barokkfiðla og víóla), Martin Jantzen (gömbur og barokkselló) og Halldór Bjarki Arnarson (semball og orgel) eru alþjóðlega virkir tónlistarmenn og margfaldir verðlauna- og styrkhafar. Þau hafa öll lært við Schola Cantorum Basiliensis í Sviss.

_____________


Nýlega hefur flutningur hinnar svokölluðu Masque-leikhústónlistar skipað æ meiri sess á tónleikum Amaconsorts. Masque, sviðslistin enska sem í byrjun 17. aldar frjóvgaði jarðveginn fyrir óperuhefðina þar í landi var iðandi af dansi, söng og hljóðfæraleik. Einungis lítill hluti af tónlistinni hefur varðveist og sáralítið er spilað af henni nú á dögum. Masque-tónlistin, samin á tímamótum í tónlistarsögunni minnir ýmist á fjölradda endurreisnartónlist, frumbarokk eða þjóðlög. Hljóðfærasamsetning er oftast ótilgreind og því skilur efniviðurinn eftir mikið frelsi til flytjenda varðandi útsetningar og listrænar ákvarðanir. Verkin í svítunum tveimur á efnisskránni, Amasque og Miðsumarnótt eru valin úr ýmsum Masque-leikritum og sett saman af hljómsveitarmeðlimum í eitt flæði með undirliggjandi músíkölskum söguþræði. 


Commedia (2021) eftir Halldór B. Arnarson var frumflutt í Rheinsberg síðastliðinn september. Nafnið er dregið af ítölsku systur Masque-leikritanna: gamanleiknum Commedia dell’arte, sem var vinsæll í 200 ár með sínum ýktu grímufésum sem hegðuðu sér á algjörlega fyrirsjáanlegan hátt við hlátrarsköll sýningargesta. Verkið sýnir þessar persónur í formi dæmigerðra laglínubrota barokksins og kannar samspil þeirra í ýmsum aðstæðum. Áþreifanleg er togstreitan milli grímunnar og hins síbreytilega mennska andlits sem af og til skín í gegn. 


Tónlist Henrys Purcell hefur ávallt átt sinn samastað á efnisskrám Amaconsorts. Sónata í c-moll er magnað dæmi um það hvernig enska barokkið þróaðist á annan hátt en það á meginlandinu. Þótt geti franskra og ítalskra áhrifa er tónmálið annað og ekki eins fast í skorðum. Hin síendurteknu bassastef Sónötunnar í g-moll og Three Parts Upon a Ground gefa festu á móti flöktandi leikgleði Masque-svítanna, en eiga þó eitthvað sameiginlegt með þeim; einhvern leyndardómsfullan furðuleika…


Previous
Previous
December 18

Voces Thules

Next
Next
March 5

Svartálfadans