15:15 tónleikasyrpan heldur utan um sjálfstætt tónleikahald tónlistarfólks á Reykjavíkursvæðinu.
Hún veitir flytjendum tækifæri til að flytja þá tónlist sem þeim er hugleikin, og auk þess hefur fjöldi tónverka verið sérstaklega samin til flutnings í röðinni. Tónleikasyrpan hóf göngu sína í febrúar 2002 og hefur nú aðsetur sitt í Breiðholtskirkju í Mjódd og Neskirkju við Hagatorg.
15:15 tónleikasyrpan hefur undanfarin ár verið ein stærsta kammertónlistarröðin á höfuðborgarsvæðinu.